Þvottahús og geymsla
Því færri efni og ilmefni sem við notum þegar við þrífum heimili okkar, þeim mun minna af aðskota efnum sem ekki eru ætluð líkama okkar eru tekin upp í gegnum húð og lungu, Og þeim mun minna af aðskota efnum sem eru ekki ætluð umhverfinu er losað í skólp og vatnsfarvegi. Vandamálið er að við höfum vanist því að sterk lykt og flekklaust yfirborð, sem við kaupum í flöskum af hreinsiefnum, er það sem við teljum vera hreinlæti.
En leifar hreinsiefnanna geta verið áfram til staðar og verið hluti af efnakokteilnum sem líkamar okkar verða fyrir á hverjum degi. Skaðleg efni safnast saman í ryki. Umhverfisstofnun hefur látið efnagreina ryk frá mismunandi heimilum. Þar voru auðvitað alls kyns hefbundin efni eins og hár, húðflögur og rykmaurar. En einnig óæskileg efni eins og þalöt og bisfenól A.
Besta og ódýrasta ráðið til að fækka efnum á heimilinu: hafðu hreinlegt og ryklaust!
Finnst þér leiðinlegt að laga til? Hugsaðu um að draga úr vörum sem innihalda mikið af efnum eins og plasti, froðu, gúmmíi og raftækjum, en þá vera rykhrúgurnar þínar aðeins betri. Hér höfum við tekið saman atriði sem þú þarft að vita til að auka efnalæsi þitt og valið rétt.