Fataskápurinn
Í versta falli getur fataskápurinn þinn verið grimmur efnakokteill. Hvað finnst þér um ofnæmisvaldandi eða jafnvel krabbameinsvaldandi litarefni, húðertandi formaldehýð sem á að koma í veg fyrir að efni krumpist og innkirtlatruflandi mýkingarefni við framleiðslu á peysum eða íþróttafatnaði? Hvað finnst þér um með efnaleifar af ofnæmisvaldandi dímetýlfúmarati, sem getur verið notað til þess að koma í veg fyrir að mygla koma í flíkur, berist út í hafið? Perflúoruð efni gera útivistarjakkann þinn eða barnsins þíns vatnsvarinn, en þau geta líka verið innkirtlatruflandi og brotna mjög hægt niður í náttúrunni. Lengi væri hægt að bæta við þennan lista.
Nýttu efnalæsi þitt til þess að gera fataskápinn þinn heilnæmari fyrir þig, fyrir þá sem vinna með textíl og ekki síðar en síst fyrir jörðina.