Er lykt af leikfanginu? Þá losar það frá sér efni!
Leikföng og föndurvörur eru í mörgum skemmtilegum litum, formum og áferð. Þau eru oft gerð úr plasti, þar sem ýmsum litum eða formum hefur verið náð fram með því að bæta við ákveðnum aukaefnum, sem ekki eru alltaf talin góð fyrir heilsuna.
Löggjöf um leikföng
Á árinu 2007 voru settar fram reglur á vettvangi Evrópusambandsins um ákveðin efni í leikföngum, þær reglur gilda einnig á Íslandi. Með árunum hafa reglurnar orðið enn strangari með aukinni vitneskju um áhættu vegna váhrifa af völdum efna. Fyrsta góða ráðið fyrir okkur er að kaupa leikföng frá árinu 2007 eða seinna, jafnvel væri enn betra ef leikföngin eru keypt frá árinu 2013, og eru með CE merkið (Conformité Européenne), varist að rugla saman við svipað merki um útflutning frá Kína: China Export).
CE merkið er afar mikilvægt þegar kemur að leikföngum gerðum úr mjúku plasti. Ef plast er mýkra heldur en það sem notað er í LEGO kubbum er líklegt að það innihaldi mýkingarefni sem geta verið innkirtlatruflandi. Þumalputtareglan er að ef leikföng gefa frá sér lykt eða eru klístrug viðkomu þá er líklegt að þau losi frá sér efni, og ættu ekki vera notuð við leik.
Að velja rétt
Efnalöggjöf Evrópusambandsins er með þeim ströngustu í heiminum. Þrátt fyrir það hefur hún verið gagnrýnd af vísindamönnum um að vera bitlaus. Þegar eitthvað efni er bannað í notkun eru þónokkrar líkur á að annað efni með svipaða eiginleika komi í þess stað, sem hefur jafnvel ekki enn verið rækilega rannsakað. Efni sem eru talin skaðlaus í dag geta reynst skaðleg með frekari rannsóknum.
Svo...hvernig vitum við, sem almennir neytendur, hvað á að velja í leikfangaversluninni?
Fylgdu varúðarreglunni
- Leitaðu að umhverfismerktum leikföngum. Jafnvel plast er af mismunandi gerðum og gæðum.
- Forðastu leikföng sem gefa frá sér lykt (jafnvel ný og/eða CE merkt), eins og svamp eða leir.
- Veldu leikföng úr náttúrulegum efnivið eins og trjávið, pappa og pappír sem oftar en ekki er betra val, bæði á efnalæsis og sjálbæran hátt.
- Mjúk leikföng eins og bangsa ætti að þvo fyrir notkun.
- Hlutir sem ætlaðir eru fyrir fullorðna fylgja ekki sömu takmörkunum eins og leikföng.
- Raftæki eru troðfull af þungmálmum og efnum. Þau eru alls ekki ætluð börnum sem eru gjörn á að setja hluti í munninn eða tyggja.