Þvottahús og geymsla - Vissir þú?

Fjórir dæmigerðir hlutir í þvottahúsinu og geymslunni - og efnin sem fela sig í þeim.

Vínyl hanskar

Mjög hagnýtt fyrir hendur sem vilja ekki vera skítugar við þrif eða matreiðslu! En vínylhanskar samanstanda 50% af plasti og allt upp í 50% af innkirtlatruflandi mýkingarefnum sem berast til notanda (og í eldhúsinu: í matinn!). Hanskar geta einnig skapað falska öryggistilfinningu þannig að þeir stuðli að mun minna hreinlæti heldur en með því að hreinsa hendurnar oft. Notaðu eins fáa hanska og mögulegt er. Og þegar þú þarft: notaðu frekar hanska af góðum gæðum úr nítríl eða pólýetýleni með eins fáum aukaefnum og mögulegt er.

Ryksuga

Óheilbrigðum efnum úr byggingarefni, heimilistækjum, húsgögnum, leikföngum og öllu öðru sem við notum og slítum er safnað saman í rykinu. Flestar venjulegar ryksugur losa frá sér minnstu ögnunum í gegnum blásturinn. Veldu ryksugu með mjög fína síu. HEPA 13-sía stöðvar að minnsta kosti 99,75% af minnstu ögnunum. Annar valkostur er að þurrka af með rakri moppu og henda rykinu í brennanlegan úrgang.

Hættumerkin

Stíflueyðar

„Venjulegur“ stíflueyðir er eitt hættulegasta efnið á heimilinu. Það er oft unnið úr grunnlausn sem byggir á lúti. Smá skvetta á húð, föt eða augu gæti valdið alvarlegum og djúpum brunasárum. OG jafnvel þótt stíflueyðirinn sé notaður á réttan hátt og hann endar þar sem ætlast var til, þá er honum skolað niður í niðurfallið og endar í hreinsistöðvunum og árfarvegum. Vinsamlegast prófaðu nokkrar hefðbundnar lausnir í staðinn - sjá Góð ráð fyrir þvottahúsið og geymsluna!

Margar flöskur

Það er auðvelt að hugsa til þess að við þurfum nýja flösku fyrir hvert hreingerningarverkefni. Í versta falli kaupum við nýjar flöskur og munum ekki einu sinni hvað við eigum nú þegar heima. Asetón, blettahreinsir, basískur sódi: kannski er kominn tími til að líta í gegnum flöskurnar og hreinsa burt það sem ekki er í notkun? Margar flöskur sem leynast í þvottahúsinu eða geymslunni, og jafnvel hafa gleymst, geta verið spilliefni. Það er augljóst að öll hreinsiefni skulu geymd þar sem börn ná ekki til - og alltaf í upprunalegu flöskunni til að forðast hættuleg mistök.