Góð ráð fyrir baðherbergið
Þvoðu hendurnar - bæði þínar og barnanna
Mörg ósýnileg efni festast á fingrum þínum í amstri dagsins. Þvoðu stórar og litlar hendur reglulega.
Leitaðu að umhverfismerkjum
Umhverfismerki eins og Svanurinn eða Blómið gera ýmsar kröfur sem vörurnar þurfa að uppfylla, t.d. um innkirtlatruflandi og ofnæmisvaldandi efni. Þú þarft ekki að vita allt sjálfur - leitaðu bara að umhverfismerkjum. (Orðin "náttúrulegt" eða "lífrænt" á vörum er engin ábyrgð.)
Ekki ilma
Mörg ilmvötn eru ofnæmisvaldandi. Umhverfisvottaðar vörur fyrir börn eru án ilmefna. Þó svo að umhverfisvottuð ilmvötn fyrir fullorðna séu mikið rannsökuð, þá er mun betri valkostur fyrir okkur að nota vörur án ilmefna.
Vertu með þinn náttúrlega hárlit
Stattu með þínum náttúrulega hárlit (og slepptu svörtum litum til að gera óvaranleg húðflúr!). Hárlitir og efnin sem notuð eru til þess að láta litinn haldast eru meðal þeirra skaðlegustu sem við notum af fúsum og frjálsum vilja. Mörg litarefni eru mjög ofnæmisvaldandi. Ófrísk eða ekki orðinn 16 ára? Þú þarft ekki að hugsa þig tvisvar um!
Öruggt sólbað
Húðkrabbmein er að aukast þrátt fyrir notkun á sólarvörnum. Sólarvarnir geta verið full af skaðlegum efnum fyrir bæði menn og umhverfið. Leyfðu líkamanum þínum rólega að venjast sólinni. Settu á þig sólhatt. Vertu í skugga yfir miðjan daginn.
Líttu á snyrtivörur eins og ferskvöru
Mörg rotvarnarefni eru skaðleg umhverfinu og heilsu manna, eða oxast með tímanum. Veldu vörur sem innihalda náttúruleg rotvarnarefni, eins og náttúrulegu andoxunarefnin E vítamín og ilmkjarnaolíur. Settu eingöngu hreina fingur ofan í krukkuna. Kauptu minni umbúðir, og notaðu alltaf ferskar vörur: athugaðu hvenær varan rennur út.
Veldu plöntuolíur
Steinefna olíur sem eru í mörgum hefðbundnum snyrtivörum næra ekki húðina þína. Þær geta haft áhrif á heilsu þína og eru hluti af olíuiðnaðinum.
Bless blautþurrkur - Velkomið vatn og þvottaklútar!
Blautþurrkur eru bókstaflega marineraðar í ætandi, þurrkandi, ofnæmisvaldandi og í versta falli jafnvel innkirtlatruflandi efnum. Þær ættu ekki að snerta þunna húð barnsins.
Líttu í eldhússkápinn
Hunang er besti andlitsmaskinn sem til er og kaldpressuð ólífuolía er fínt krem eftir sturtu. Uppskriftir fyrir heimagerðar snyrtivörur er að finna á netinu.
Þvoðu þér skynsamlega
Umhverfismerkt þvottaefni og án ilma er gott fyrir húðina, gott fyrir einstaklinga með ofnæmi og gott fyrir umhverfið. Slepptu mýkingarefninu: af hverju ættum við að setja ný efni í hrein föt?
Hreinsaðu plastið úr baðherberginu
Baðmottur, sturtuhengi, skiptimotta og mjúkt baðdót - hversu mikið plast ertu með á baðherberginu þínu? Skiptu að minnsta kosti um vörur úr PVC: vínyl sem inniheldur innkirtlatruflandi mýkingarefni. Leitaðu að vörum úr öðru en plasti þegar þú kaupir eitthvað nýtt.
PS! Naglalakk, hárlitir, úðar og ilmvötn - eða það sem eftir er af þeim þegar við höfum notað það sem við viljum - ætti að flokka sem hættulegan úrgang. Hljómar mjög heilbrigt fyrir manneskjur ...