Baðherbergið - Vissir þú?
Sjampó
Elskar þú hárnæringu? Flest sjampó eru aðallega úr yfirborðsvirkum efnum (eins og natríumlaurýlsúlfat, e. sodium lauryl sulfate SLS) sem þvær í burtu alla náttúrulega fitu í hársverðinum. Sjampó geta gert hárið þurrt og líflaust þannig að nausynlegt getur verið að afþurrka hárið og koma því aftur í jafnvægi með olíum eða sílikoni, annaðhvort með sjampóinu sjálfu eða öðrum hárvörum eins og hárnæringu.
Venjuleg sjampó innihalda mörg áhugaverð efni, eins og:
- Mýkingarefni
- Bleikiefni
- Ilmefni
- Þykkingarefni
- Rotvarnarefni.
Það er engin furða að fólk sé að kanna hvaða aðrir möguleikar eru í boði. Hugmyndir á borð við "No poo" hafa hlotið vinsælda og á vefnum má finna mörg ráð og brögð.
Ertu með flösu? Vissir þú að sink pýriþíón, sem er mjög eitrað fyrir vatnalífverur og þess vegna ekki lengur leyft til notkunar í bátamálningu til að koma í veg fyrir vöxt gróðurs eða þörunga, er virka efnið í mörgum flösusjampóum? Hvorki flasa né annar gróður mun koma til með að vaxa í hársverðinum þínum héðan af...
Sólarvörn
Húðin er mjög góð í því að gleypa efni úr því sem við berum á hana, ef sameindirnar eru nógu smáar. Í rannsókn sem gerð var við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Svíþjóð voru þátttakendur beðnir um að nota sólarvörn, sem innihélt ákveðin virk efni, tvisvar á dag í fimm daga sem er sambærilegt og við hefðbundna notkun í sumarfríi. Eftir tímabilið pissuðu þátttakendurnir efnum í tíu daga.
Lifrin þarf að vinna yfirvinnu til að brjóta niður ókunnug efni. Mælt er með því að börn, þar sem lifrin þeirra er ekki fullþroskuð ennþá, noti frekar aðrar tegundir af sólarvörnum heldur en þær sem fara inn í gegnum húðina. Til eru sólarvarnir þar sem efnin mynda lag ofan á húðina sem endurkasta sólargeislunum. Í dag er títanoxíð talið vera öruggasta staðgönguefnið. Þó hefur nanótækni leitt til þess að margar agnir eru orðnar það smáar að þær fara samt sem áður í gegnum húðina.
Sólarvarnir innihalda líka fullt af:
- Jarðolíu
- Rotvarnarefnum
- Ilmefnum
Kauptu þér frekar sólhatt og vertu í skugga þegar sólin skín sem mest um miðjan dag. Farðu varlega í sólbaði og gefðu líkamanum þínum tíma til þess að byggja upp sína eigin sólarvörn.
Tannkrem
Við notum að minnsta kosti 3 desilítra af tannkremi á hvern einstakling á hverju ári. Til viðbótar að vera slípiefni þá inniheldur tannkrem yfirborðsvirkt freyðiefni eins og natríumlaurýlsúlfat, sem ertir slímhúð, getur valdið blöðrum í munninum og lætur lítil sár gróa hægar. Einnig er flúor umdeilt. Flúor er notað til þess að styrkja glerung í tönnum, en sumar rannsóknir hafa bent til þess að flúor geti valdið ýmisskonar skaða. "Flúor er ekki eitrað fyrr en það er innbyrt, sem tannkrem og munnskol eru ekki ætluð fyrir", kemur fram á heimasíðu Samtaka tannlækna í Svíþjóð.
En - Slímhúðin í munninum er t.d. mjög góð í því taka upp lyf. Þannig að, af hverju ætti hún ekki líka að taka upp önnur efni? Ekki hætta að bursta tennurnar. En ekki ofnota tannkremið. Skolaðu og spíttu vel!
Það eru líka til aðrar tegundir af tannkremi sem innihalda færri efni og fleiri náttúrulegri innihaldsefni - viltu prófa að skipta?
Svitalyktareyðir
Við svitnum um hálfan líter á dag ef við tökum því rólega. Ef við tökum aðeins á getum við svitnað um nokkra lítra. Svitinn sjálfur er lyktarlaus. Lyktin kemur vegna þess að bakteríur byrja að brjóta niður mismunandi efni úr svitanum.
Hefðbundinn svitalyktareyðir inniheldur ýmisleg efni með mismunandi verkefni:
- Efni til að koma í veg fyrir lykt
- Efni til þess að drepa bakteríur
- Ilm til þess að lykta vel
- Oft leysi til þess að halda öllu þessu saman.
Ef svitalyktareyðirinn þinn er með svitavörn inniheldur hann einnig efni sem eiga að koma í veg fyrir að svitinn komist út um svitakirtlana, oft einhverskonar álsambönd.
Ál hefur verið tengt við sjúkdóminn alsheimer, sem og brjóstakrabbamein, en rannsóknir sýna þó mismunandi niðurstöður. Jafnvel þó að ál væri ekki vandamál, heldur eingöngu það að stífla svitakirtlana getur leitt til ýmissa kvilla eins og bólgu og kláða. Álsúlfat og álún eru talin frekar mild efni á meðan álklóríð og sirkon eru verri.
Húðin í handarkrikunum er þunn og viðkvæm. Náttúrulegir svitalyktaeyðar geta verið betri valkostir og bætt líðan þín, þeir eru búnir til úr efnum eins og:
- Jurtum
- Aloe vera
- Saltsteinum
- Kókosolíu
Ef að svitakirtlarnir hafa verið stíflaðir lengi þá gæti það tekið smá tíma fyrir líkamann að hreinsa og endurstilla sig.