Umhverfisstofnun
Þarf ég að vita eitthvað um efni?
Í okkar daglega lífi erum við umkringd fjölmörgum efnum sem geta haft mikil áhrif á okkur.
Til þess að minnka neikvæð áhrif efna á heilsu okkar og umhverfi þá þurfum við að þekkja hvaða valkosti við höfum. => Það kallast efnalæsi.
Hlutverk Umhverfisstofnunar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.
Hjá Umhverfisstofnun vinna teymi efnamála og teymi græns samfélags í sameiningu að aukinni vitundarvakningu um neikvæð áhrif af völdum efna í okkar daglega lífi og hvaða valkosti við höfum. Skoðaðu helstu verkefnin okkar hér á síðunni.