Eldvarnarefni - Eitruð saga
Með því að nota fleiri eldvarnarefni er líf okkar síður eldfimt. Eða hvað? Staðreyndin er sú að það hefur aldrei verið eins nauðsynlegt að flýta sér ef slys verður.
Á fimmta áratugnum gat fólk notað 15 mínútur til að komast út úr byggingu ef eldur kom upp. Í dag eru, að meðaltali, 3 mínútur áður en íbúð logar algjörlega, þrátt fyrir að það séu eldvarnarefni í öllu, allt frá byggingarefni til húsgagnafyllingar og rafeindatækja.
Vandamálið er að auðveldara er að kveikja í „nýju“ efnunum sem við mennirnir höfum fundum upp, svo sem mismunandi plastefni, svampi og gerviefni heldur en „gömlu“ efni eins og tré, málmi, gleri og náttúrulegu textílefni. Við leysum þetta vandamál með því að meðhöndla manngerða efniviðinn með enn fleiri efnum.
Og vissulega hægja eldvarnarefni aðeins á myndun loganna, að minnsta kosti ef um mjög lítinn eld er að ræða. En þegar eldurinn verður meiri auka þessi efni frekar reykinn en að minnka hann.
Og þar sem það er reykurinn, ekki eldurinn, sem er orsök um 90% dauðsfalla ef um eld er að ræða, þá getur maður spurt sig hversu mikinn ávinning það hefur. Eldvarnarefni gefa einnig frá sér eitrað díoxín þegar þau brenna. Þessar og allar aðrar eitraðar lofttegundir ætti ekki að anda að sér, ekki einu sinni sem áhorfandi, við endalok bruna eða eftir að bruninn er búinn.
Eitrun
Mörg eldvarnarefni eru einnig skaðleg heilsu og umhverfi. Það eru til mörg hundruð mismunandi efna. Skilvirkustu efnin eru brómeruð eldvarnarefni, sem einnig er mest talað um: um 70 efnasambönd sem innihalda efnið bróm. Flest brómeruð eldvarnarefni safnast fyrir í fituvefnum og dvelja lengi í líkamanum og náttúrunni.
Samt vitum við ekki svo mikið um hver áhrif þessara efna eru á menn, en dýrarannsóknir gefa til kynna að bróm trufli skjaldkirtilinn, auki hættu á krabbameini og sé innkirtlatruflandi. Grunur leikur á að fóstur og nýfædd börn séu sérstaklega viðkvæm. Á heimilum safnast þessi efni saman í ryki. Feitur fiskur gæti líka verið uppspretta efnanna og í minna mæli einnig dýrafóður.
Frá sígarettum og að sófanum
Hugmyndin um að vernda húsgögn gegn eld er hugmynd sem er upprunnin frá Bandaríkjunum, að frumkvæði tóbaksiðnaðarins. Þegar fólk lést í eldsvoða vegna þess að það sofnaði með sígarettuna í hendinni, og hugmyndin um sjálfslökkvandi sígarettu tókst ekki að fara á flug, var frekar leitað lausna í húsgögnunum í staðinn. Eldvarnarefnin slóu í gegn í upphafi áttunda áratugarins og breiddust líka út til okkar. Um miðjan níunda áratuginn var marineríng eldvarnarefnanna sem verst og bólstruð húsgögn og dýnur frá þessum tímum eru ekki sérstaklega heilbrigðar.
Á tíunda áratugnum var vakin athygli á áhættunni og árið 2004 var pentaBDE fyrsta brómeraða eldvarnarefnið sem var bannað innan ESB. Mörg svipuð efni eru þó enn í notkun. Brómeruð eldvarnarefni geta ferðast langar leiðir um loftið. Þau finnast vítt og dreift í náttúrunni og ekki bara í brjóstamjólkinni, heldur einnig í fiskum og hvítabjörnum.
Ennþá til staðar
Brómeruð eldvarnarefni eru ekki framleidd í Svíþjóð og Finnlandi, og sum af þeim „verstu“ eru nú bönnuð innan ESB. Hámarksgildin sem stuðst er við fyrir norræna borgara eru vel innan öruggra marka miðað við þau gildi sem notuð eru við dýrarannsóknir. Samt eru mörg efni eftir í vörum úti á markaðnum, svo sem rafeindatækjum, rafmagnssnúrum, fyllingarefni í húsgögnum, vefnaðarvörum og teppum.
Sem neytandi er líka erfitt að vita hvort bönnuð eldvarnarefni eru í innfluttum vörum.
Eftirfarandi sígildum aðferðum er hægt að beita:
- Spurðu í búðinni.
- Veldu náttúrulegan efnivið eins oft og mögulegt er.
- Keyptu umhverfismerktar vörur sem eru framleiddar eftir strangari skilyrðum og eftirliti - þar sem flest okkar eiga hluti og raftæki með óþekktu innihaldi.
- Loftaðu út og hafðu hreint hjá þér til að viðhalda hreinu innilofti.