Vinnuherbergið - Vissir þú?
Prentarar
Að kaupa alveg nýjan prentara gæti verið freistandi þegar það er ódýrara en að kaupa ný blekhylki. En mikið af hráefnum, málmum og efnum hefur verið notað við framleiðslu prentarans áður en hann lendir á borðinu þínu. Kauptu góð gæði sem endast lengur, bæði til að spara auðlindir jarðar og til að stuðla ekki áfram að aukinni losun efna.
Á sama hátt ætti kannski ekki bara veskið að vera afgerandi þáttur í ákvarðanatökunni um hvað þú setur í prentarann. Prentduft og blek geta innihaldið hættuleg efni eins og blý, kadmíum, kvikasilfur og króm.
Blekhylki sem hægt er að endurvinna þegar hylkin eru orðin tóm kosta kannski aðeins meira heldur en óþekkt blekhylki úr netverslun, en með þeim valkosti dregur þú úr áhættunni það sé verið að losa um skaðleg efni bæði hjá þér og þar sem blekið er framleitt.
Fartölvan
Til að framleiða fartölvu þarf hráefni alls staðar að úr heiminum og flutningarnir eru margir og langir. Nýtt eru um 240 kíló af jarðefnaeldsneyti, 22 kíló af efnum og 1.500 kíló af vatni.
Litli handhægi hluturinn vegur nokkur kíló en skilur eftir sig tonn af úrgangi, aðallega í formi leifa úr námunni og gjalli frá blýbræðslum. Að ógleymdum öllum gróðurhúsalofttegundum sem notaðar eru við málmvinnslu og námugröft.
Eldvarnarefni, klóruð paraffín, innkirtlatruflandi þalöt og þungmálmar leka út í andrúmsloftið þegar þú notar raftækin.
Mælt er með því að ný tæki séu látin vera í biðstöðu (stand-by) í vel loftræstu rými um stund áður en þau eru tekin til notkunar þannig að verstu gufurnar losni út. Og svo: Loftræstu og haltu rýminu hreinu þannig að þú forðist að anda að þér óþægindum. Heiðraðu auðlindirnar sem hafa farið í framleiðslu fartölvunnar með því að nota hana í langan tíma.
Skrifstofuhúsgögn
Dæmigerð skrifstofuhúsgögn eru sjaldan byggð úr náttúrulegum efnivið eins og tré, heldur oftar úr ódýrari staðgengilsefnum, svo sem plasti og límplötum. Spónaplötur eru gerðar úr viðarflísum úr sögunarverksmiðjum, límdar saman með því að nota lím eins og fenól formaldehýð kvoðu eða pólýúretan (ísósýanat).
Þessi efnasambönd gefa frá sér lofttegundir í inniloftið og eru bæði krabbameinsvaldandi og ofnæmisvaldandi. Spónaplötur í dag innihalda töluvert minna formaldehýð en áður fyrr.
Melamín og fenól valda minni losun formaldehýðs, og einnig eru til aðrar gerðir af lími. En almennt má segja að aukin hætta sé á að eitruð efni losni út í loftið ef efniviður inniheldur mikið af lími. Gegnheilt tré er heilbrigðara, hægt er að geyma það með tímanum og það eldist fallega.
Rykboltar
Flest okkar eyða 90% af tíma okkar innandyra þar sem loftið og rykið er fullt af efnum úr húsgögnum, raftækjum og byggingarefni.
Því meira af framleiddum hlutum sem við erum með á heimilinu, því meiri hætta er á því að rykið sé samsett úr eldvarnarefnum, innkirtlatruflandi þalötum og öðrum efnum.
Við öndum að okkur rykinu, innbyrgðum það í gegnum matinn og húðin getur tekið upp fituleysanleg efni. Loftið út og haldið rýminu hreinu þannig að rykið eigi ekki möguleika á að safnast saman í þykka rykbolta - sem eru mun eitraðri heldur en krúttlegir.