Góð ráð fyrir fataskápinn
Notaðu nefið
Gefa fötin eða skórnir frá sér "efnalykt"? Það gætu verið myglueyðar eða leysiefni. Lyktin af gúmmíönd er líklega lyktin af þalötum sem er mýkingarefni fyrir plast. Skrítin lykt gefur til kynna skrítin innihaldsefni.
Þvoið fyrir notkun
Nýjar vefnaðarvörur geta innihaldið mikið magn af skaðlegum efnum sem þú vilt ekki fá á húðina þína eða í lungum þín.
Þvoðu ný föt, lök, kodda, mjúk leikföng...Allt! Veldu umhverfismerkt þvottaefni og án ilmefna.
Lengdu líftímann
Þegar þú hefur þvegið nýju vefnaðarvöruna þína til að losna við eins mikið af efnum og mögulegt er, gerðu þá hið gagnstæða: hengdu út í stað þess að þvo, forðist að setja í þurrkara.
Ekki velja "bakteríudrepandi"
Ef íþróttafatnaður er markaðssettur á þá leið að fötin lykti ekki eða að það komi engin svitalykt þá innihalda fötin efni sem eyða bakteríum: efni sem geta verið eitruð, ekki aðeins fyrir bakteríur heldur einnig fyrir þig sem og vatnalífverur.
Njóttu tómstunda án flúoraða efna
Fjölhæf föt eru oft unnin með mjög flúoruð efni (PFAs) sem hrindir frá sér vatni og óhreinindum. Þau eru skaðleg náttúrunni og brotna niður mjög hægt. Biddu um fatnað sem er laus við flúoruð gegndreypingarefni - þau eru til.
Endurnýttu
Endurnýting, skipti eða skapandi viðgerðir auk þess að nýta fötin af eldri börnunum, sem þau eru vaxin upp úr, fyrir yngri börnin dregur úr neyslu og þar með framleiðslu og notkun efna. Endurnotuð peysa, þvegin mörgum sinnum, er einnig líklegri til að vera heilbrigðara val fyrir þig.
Undantekning: Forðastu gamlan regnfatnað og annan fatnað úr vínýl (PVC).
Verslaðu með meðvitund
Strangari kröfur eru gerðar til lífrænnar bómullar og fatnaðar með einhverskonar umhverfismerki heldur en almenna löggjöfin krefst: mýkri fyrir fólk, mýkri fyrir náttúruna. Forðastu gerviefni sem losar frá sér örplast við þvott.
Forgangsraðaðu - veldu annað en þalöt
Íþróttafatnaður, bolir og barnafatnaður með plastprentun inniheldur oft innkirtlatruflandi mýkingarefni. Óskaðu eftir öðrum kostum heldur þalötum (PVC) við prentun á föt.
Nýttu efnalæsi þegar þú velur skó
Plastskór og skór úr leðurlíki innihalda mýkingarefni og önnur efni. Skór fluttir inn frá Asíu er mögulega framleiddir með sterkum ofnæmisvaldandi myglueyðum. Alvöru leður er sútað með krómi, sem er mjög eitraður þungmálmur og brotnar mjög hægt niður.
Biðjið um leður sem sútað hefur verið náttúrulegum efnum og umhverfismerkta skó, keyptu hágæða skó sem þú elskar og getur notað í langan tíma - veldu skótegund sem skósmiður getur lagað.
Búðu til þinn persónulega stíl
Kauptu nokkur vandlega valin föt af góðum gæðum sem munu þjóna þér í langan tíma. Byggðu upp þinn persónulega fatastíl þar sem fötin passa saman. Að neyta minna leiðir til minni notkunar efna í heiminum.