Góð ráð fyrir stofuna
Slepptu brómeruðum efnum
Slepptu húsgögnum og textíl sem unnin er með eldvarnarefnum, annaðhvort brómeruð eða önnur sem þú hefur ekki þekkingu á. Bólstruð húsgögn frá 1970, 80 og 90 eru þau verstu og ætti að skipta út. Það kviknar ekki eins auðveldlega í náttúrulegum efnum. Biddu um umhverfismerkt húsgögn og án eldvarnarefna - þau eru til.
Forðastu flúoruð efni
Þegar kemur að bletta- og vatnsþolinni vefnaðarvöru, teppum og gólfvaxi, athugaðu hvaða efni hafa verið notuð. Veldu sófa með áklæði sem hægt er að taka af og þvo. Sum vefnaðarvara, eins og ull, er náttúrulega blettaþolin.
Loftræstu sjónvarpið
Rannsóknir sýna að venjulegt flatskjásjónvarp getur innihaldið til dæmis eldvarnarefni, arsen, þalöt og blý. Þegar þú kaupir nýtt sjónvarp: veldu umhverfismerkt sjónvarp og hafðu það í biðstöðu (stand by mode) í vel loftræstu rými í nokkrar vikur til að losna við verstu efnin sem losna frá því. Eftir það: slökktu þegar það er ekki í notkun.
Kveiktu á sterín kertum
Veldu sterín kerti í stað venjulegra og ódýrara paraffín kerta, þá færðu hreinna loft innandyra og minnkar losun koltvísýrings. Forðist ilmkerti (ofnæmisvaldandi) og hlaupkerti með málmþráð í kveiknum - þau innihalda oft blý.
Fylgstu með lömpunum
Ef flúrperur (CFL) brotna: yfirgefðu herbergið þar til kvikasilfrið hefur verið hreinsað í burtu. Ef brotna ljósaperan er heit, losna gufur af kvikasilfri út í loftið. Bíddu í 20-30 mínútur þar til gufan hefur verið loftræst. Safnið kvikasilfursperlunum í krukku, hreinsið með rökum klút og látið klútinn fara með kvikasilfrinu á endurvinnslustöðina. Ekki ryksuga, því kvikasilfur dreifist þá í loftið. LED lampar innihalda málm sem er líka vandamál, en þeir endast lengi og hægt er að endurvinna flest efni úr þeim.
Leggðu náttúruna á gólfið
Teppi innihalda oft mörg efni. Þegar þú hefur tækifæri: fjárfestu í óunnum náttúrulegum efnum eins og sísal og ull (ull er náttúrulega eldþolinn, blettþolinn, einangrandi og varanleg) eða endurunnið bómull, eins og í teppum sem eru heimagerð. Spyrðu um umhverfismerki. Veldu nógu lítil teppi til að það verði auðvelt að þvo eða hreinsa, og með efni undir í stað plasts.
Búðu til frumskóg
Veldu pottaplöntur og blóm sem hreinsa loftið af mismunandi efnum. Plöntur eins og bergfléttur, veðhlaupari og bambus pálmi taka upp formaldehýð. Aðrar náttúrulegar loftræstingar eru gerberur, krýsi og gúmmíplöntur.
Þorðu að spyrja
Umhverfismerkt húsgögn eru enn óalgeng og oft dýr. En náttúrulegur efniviður inniheldur oft minna af efnum. Þegar þú verslar: spyrðu spurninga. Neytandinn hefur rétt til að vita hvort vara inniheldur meira en 0,1% af sumum efnanna sem nefnd eru á svokölluðum kandídatslista, þar sem skráð eru efni sem eru mjög varasöm. Verslunin verður að komast að því og láta þig vita á 45 dögum.